Nýju þjónustuveri komið á fót á Ísafirði - Eymundsson

Var að lesa þessa frétt á bb.is, [fréttinn í heild] Þetta kallar maður flottar fréttir, þegar þetta verður komið af stað þá sér maður fyrir sér nokkur störf tengd þessari bókaklúbbastarfsemi sem þeir eru að byrja með eða halda áfram.  Frábært þegar stór öflug fyrirtæki sjá hag sinn að notast við þá þekkingu og reynslu sem er til staðar í þessum gömlu og rótgrónu bókabúðum.  Eymundsson fær + í kladdann hjá mér í dag.

Penninn - Eymundsson - Ísafirði

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég var að ræða möguleikana á því að fá Íslenskar getraunir til að flytja úrslitaþjónustuna sína hingað vestur.  Þar er um að ræða 2-4 starfsmenn við það að horfa á íþróttir og fylgjast með á netinu við að uppfæra úrslitasíður sínar.  Það skiptir ekki máli hvort þetta sé gert í laugardalnum frekar en hér fyrir vestan og get ímyndað mér að við gætum jafnvel verið með minni starfsmannaveltu hér og því þarf að kenna þetta sjaldnar heldur en í Rvk. Tek það samt fram að ég þekki samt ekki hvernig starfsmannaveltan er hjá þeim í Rvk gef mér bara smá forsendur.

Ástæðan þess að mig langar að fá úrslitaþjónustu íslenskra getrauna hingað vestur er vegna þess að við erum að gera góða hluti með tippleikur.is. Nú þegar eru 10 lið búinn að ákveða að vera með og jafnvel fleiri á leiðinni. Við eigum að sinna svona störfum hérna fyrir vestan, ég veit líka að þetta er draumastarfið fyrir marga íþróttafíklana, sitja og horfa á íþróttir og borgað fyrir það.  Ég held að ég viti í það minnsta um einn sem væri til í það.

Fyrirtæki dagsins: Eymundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband