Færsluflokkur: Lífstíll
Hér kemur fyrsta bloggið um annað en Herbalife, ég sem ætlaði bara að fjalla um Herbalife og tengd málefni hér. Þetta finnst mér bara of merkilegt.
Ég hef verið að skoða farsíma að undanförnu og langað rosalega í nýjasta tækniundrið frá Nokia. Hann heitir N95 og er einn með öllu. Hins vegar hefur mér fundist hann kosta alltof mikið hér á landi og ég hreinlega ekki haft efni á að kaupa hann. Í gær fór ég eitthvað að googla símana og hvað hann kostar annars staðar og fann hann á fáránleg verði í Kína. Ég tók sénsinn og pantaði síman rétt í þessu og mér reiknast til að hann kosti mig hingað kominn með öllu 35-40þúsund krónur eða 29.900 kr minna en þar sem hann er ódýrastur.
Núna er bara að bíða og sjá hvort þetta virki ekki allt saman þegar hingað er komið og allir ánægðir.
Til gamans set ég mynd og upplýsingar um símann hér fyrir neðan.
Nokia N95
Verð: 84.995 kr.
Nokia N95 er öflugasti farsími í heiminum í dag
Hér er á ferðinn margmiðlunartölva sem er með innbyggðum GPS-móttakara, 5 megapixla myndavél með AutoFocus og Carl Zeiss-linsu, innbyggt 160MB minni, 2,6 tommu skjá og óvenjulegri hönnun þar sem sleðinn rennur í tvær áttir, allt eftir virkni símans hverju sinni..
- Biðtími allt að 230 klst.
- Skjálitir 16 milljón litir
- Skjár 240 x 320 dílar
- Skjástærð 2,6 tommur
- Stærð (HxLxB) 99 x 53 x 21mm
- Taltími allt að 4,5 klst.
- Tíðnir 850/900/1800/1900 mHz GSM, 2100 mHz 3G
- Þyngd 120 gr.
Skemmtun
- Hringitónar Já
- Leikir Já
- Niðurhalanlegir leikir & tónar Já
- Valmynd Listi - Tafla, endurraðanleg
- Þemu Já
Skilaboð
- Myndskilaboð (MMS) Já
- Smáskilaboð (SMS) Já
- Tölvupóstur Já
Sími
- Innbyggð myndavél 5 megapixlar
- Innbyggt FM útvarp Já
- Innbyggt minni 160MB
- Minni fyrir símanúmer Samnýtt minni
- Minni fyrir skilaboð Samnýtt minni
- Minniskort microSD, allt að 2GB
- Reiknivél Já
- Titrari Já
- Tónlistarspilari Já
- Vekjaraklukka Já
Tækni og gagnaflutningur
- Blátönn Já
- EDGE Já, allt að 236,8 kbps
- GPRS Já, allt að 43,2 kbps
- Innrautt Já
- Java? Já
- Mesti gagnahraði í kb/s allt að 384 kbps (WCDMA)
- Pop-Port? Nei, mini-USB
- Samstilling við PC Já, Outlook og Lotus
- WLAN Já
Lífstíll | 18.9.2007 | 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Var rétt í þessu að sækja fötin sem við pöntuðum frá Herbalife, Ég held að við Eyrún eigum eftir að vera flottust í Herbalife búningunum okkar í ræktinni.
Hér má sjá mynd af því sem við m.a. pöntuðum.
Lífstíll | 18.9.2007 | 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Las þennann pistill hjá félaga mínum á öðru bloggi, vona að hann taki það ekki illa upp við mig að setja það inn hjá mér.
---- blogg ----
Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt og skemmtilegt. Var nú að hlusta á Zig Ziglar. Frábær punktur sem hann kom með varðandi hreyfingu og hugarfar.
Margir hugsa þannig að hreyfing er ákveðinn tollur sem þarf að borga til að öðlast betri heilsu (á ensku er talað um að pay the price, svo þið áttið ykkur á hvað ég er að fara með þessum tolli). Þetta er kolrangur hugsunarháttur.
Tollinn borgar maður fyrst ef maður hreyfir sig ekki. Þá kemur tollur í formi heilsuleysis, veikinda, offitu, minna sjálfsáliti og öllum þeim pakka.
Hreyfing er því ekki kvöð. Hreyfing er bara eitthvað sem þú gerir til að njóta afraksturs af. Þá færðu betri heilsu, minni veikindi, meira sjálfsálit o.s.frv.
Hreyfum okkur því reglulega og nærum okkur vel svo við sleppum við að borga tollinn.
Lífstíll | 17.9.2007 | 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessi snilldarvara er búinn að vera leiðin í það minnsta síðan ég byrjaði í Herbalife í febrúar. Ég hef upp á síðkastið getað pantað þetta beint frá USA og fengið sent til mín. Þessi vara ásamt öðrum vörum sem eru til í USA eru hrein snilld. Ég kem til með að setja inn nokkrar vörur sem ég hef pantað og prufað hér á síðuna næstu daga ykkur til fróðleiks.
allar upplýsingar um vöruna á http://www.liftoff.com
Lífstíll | 12.9.2007 | 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég var farinn að halda að teljarinn á blogginu mínu væri bilaður. Það gat ekki verið að allir þessir hefðu skoðað bloggið mitt frá upphafi. Ég held að ég sé með 10 comment og 3 gestabóka færslur frá kannski 5 manns.
Enn í dag fékk ég sönnur þess að fólk hefur skoðað þetta sem ég set hér á blað (skjá). Þrír hafa sagt mér í dag með einhverju móti að þeir hafi farið inn á heimasíðuna mína geri ráð fyrir að það sé bloggið því ekkert annað er að skrifa sem gæti talist til heimasíðu.
Gaman væri ef fleiri myndu láta mig vita. Þeir sem vilja ekki bendla sig við hina stórhættulegu umræðu um aukið heilbrigði og meiri orku geta sent mér tölvupóst á torfijo@simnet.is.
Hafið það sem best.Lífstíll | 10.9.2007 | 16:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég hef verið upp á síðkastið að hitta fólk á förnum vegi og nánast alveg sama hvar ég kem niður talar fólk um hreyfingu og betra mataræði. Ef það er ekki að ræða um það þá er það þreyta, slen og kraftleysi. Þessi orð eru öll mjög ofarlega í huga okkar og margir ætla sér að taka á þessum hlutum um haustið. Haustið er tími áskoranna líkt og áramótaheit og margir ætla að taka sér tak.
Mér sýnist sem fordómar og skilningsleysi gagnvart fæðubótarefnum almennt hafi minnkað. Fólk finnur það og fréttir af áhrifum annarra sem hafa notað fæðubótaefni. Hraðinn er orðinn svo mikill í dag að fólk hefur engan tíma til að borða hvað þá njóta þess að borða. Hver hefur 1 klst í matartíma eins og áður fyrr, núna eru flestir bara ánægðir ef þeir hafa 30 mín sumir grípa bara eitthvað með sér og setjast aftur fyrir framan tölvuna.
Þyngdaraukning og offita hefur aukist um allan heim, jafnvel er byrjað að tala um að Kínverjar séu farnir að fitna. Hver átti von á því að það myndi gerast. Mig langar að biðja ykkur sem lesið þetta að líta aðeins í kringum ykkur og sjá fólkið sem er í kringum ykkur. Reynið að meta sjálf hvort almenningur sé að fitna og þá sérstaklega börn, hvernig verður þetta eftir nokkur ár, já ég er að tala um kannski eftir 10-15 ár ekki hundruðir ára eða meira bara eftir 10-15 ár.
Lífstíll | 5.9.2007 | 10:31 (breytt 6.9.2007 kl. 12:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað er langt í að við sjáum þessa frétt svona.
,,Íslendingar fitna enn"
Þessi fyrirsögn gæti allt eins átt við um Ísland í dag (já, líka sjónvarpsþáttinn). Það eru allar tölur sem sýna að íslendingar eru líka að fitna og börnin eru hvað verst í allri tölfræði. Við verðum að fara að snúa þessu við, hvernig já hvernig.
Ekki hef ég töfralausn á því vandamáli, hver og einn verður að skoða leita inná við og finna sýna leið. Ég er búinn að finna mína leið til að aðstoða þá sem eru í kringum mig og vilja mína aðstoð..
Linkurinn á fréttina, var ekki hægt að blogga um hana beint á mbl.is
http://mbl.is/mm/frettir/togt/frett.html?nid=1288020
Lífstíll | 28.8.2007 | 16:21 (breytt kl. 20:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er alveg sama hvaða stofnun eða rannsóknir koma fram varðandi offitu og vandamál tengd mataræði tölurnar og niðustöðurnar verða alltaf verri og verri.
Ástæðurnar eru örugglega margar og við getum ekki gert neitt annað en að reyna að vinna á móti þessu hægt og rólega. Mér finnst þetta vandamál ekki síðra en global warming vandamálið, þetta vandamál er eitthvað sem er öruggleg að stækka meira en ósonlagið er að gera.
Við verðum að passa börnin okkar og kenna þeim að borða rétt og hollt þannig að ekki verr fari fyrir þeim okkur.
Ég var með spurningu um daginn sem fór vel í fólkið, núna kemur önnur og sá sem svarar fyrstur hér fyrir neðan mun vinna sér inn glaðning frá mér.
Spurning dagsins: Hvað er mest selda grænmetið og ávöxturinn í BNA?
Matseld fátæktarinnar segir til sín í Mississippi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | 28.8.2007 | 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég verið að selja Herbalife vörurnar núna í 6 mánuði og verið með þessa síðu í 4 mánuði. Á þessum tíma hef ég heyrt fólk kalla okkur sem seljum Herbalife sölufólk dauðans, votta jehova, óþolandi sölufólk og svona mætti lengi halda áfram. Ég get ekki sagt annað en að ég skilja vel þá sem láta svona því ég var í þeirra sporum fyrir 7 mánuðum og flesta allir aðrir sem eru að selja Herblife í dag hafa verið í þessum sporum. þ.e. að hata herbalife sölumenn.
Síðan eftir að maður hefur prufað með opnum huga og vilja þá kemst maður að því að þessar vörur eru bara það góðar að þú vilt fá sem flesta til þess að prufa og nota. Mitt markmið er alltaf að aðstoða fólk. Ég á t.d. mjög auðvelt með að bjóða þessar vöru fólki sem er mjög grannt líkt og ég. Jafnfram finn ég mjög mikinn orkumun því áður fyrr borðaði ég t.d. ALDREI MORGUNMAT en núna fer ég varla úr húsi á morgnanna án þess að fá mér einn góðan sheik. Þessi morgun sheik er hreinlega það sem heldur mér gangandi því hann kemur reglu á svo margt í líkamanum. Á miðvikudaginn vorum við með heilsuklúbb og ég var svo ánægður þegar ein af konunum sem hefur ekki borðað morgunmat eins og ég gerði fann sömu áhrif þ.e. gríðarlegur orkumunur. Ég get varla lýst ánægju tilfinningunni sem kom yfir mig þegar ég uppgötvaði það að ég hafði hjálpað einhverjum með sama vandamál og ég hafði.
Ég fór þá að spá hvort það sé ekki svipað fyrir Vottana sem eru að reyna að hjálpa fólki með því að kynna guð og hvernig þeir nota guð og guðsorð til að hjálpa sér. Um leið og þeir sjá að þeir geti hjálpað einum þá fá þeir örugglega ólýsanlega ánægju tilfinningu.
Þannig að þegar einhver segir að ég sé eins og Votta jehovi þá segi ég bara já takk.
Lífstíll | 24.8.2007 | 13:38 (breytt kl. 13:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sá forsíðufréttina á DV í gær, þar var félagi okkar Eyrúnar hann Egill prestur. Ég var búinn að vera innan um hann Egill í nokkra daga þegar ég frétti að hann væri prestur. Hann var bara eins og hver annar dreifingaraðili fyrir mér. Enn um leið og ég frétti að hann væri prestur þá koma upp í hugann minn hvað vill prestur með Herbalife örugglega svipað og blaðamaðurinn hefur fengið í hugann þegar hann fréttir þetta fyrst. Enn eftir að hafa íhugað málið aðeins og velt því upp þá spurði ég sjálfan mig hverjir eiga að selja Herbalife of hverju geta Prestar, sýslumenn og aðrir sem gegna ábyrgðarfullum störfum fyrir samfélagið ekki selja Herbalife.´
Það er ljóst að ímynd Herbalife dreifingaraðila á Íslandi er svipuð og samkynhneigðir hafa þurft að þola að einhverju leiti. Fólkið er talið skrítið, það fer með veggjum með vöruna það þorir ekki að játa það að það selja vöruna frekar (ég hef oft sagt vera að gera þetta fyrir konuna, je right). Ég held samt hafi þetta mikið breyst og skilningur á svona fæðubótarvörum hefur aukist mikið því árangurinn og þekkingin á þessum vörum hefur bara aukist og mun bara aukast.
Ég vill enda á því að hvetja hann Egill áfram, ekki láta þekkingarleysi og skilningsleysi stoppa þig. væri gaman að heyra predikunina þína á næstu helgi. Skora á þig að fjalla um þekkingarleysi og umburðarlyndi greinilega eitthvað sem vantar í þinni sveit.
Lífstíll | 21.8.2007 | 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
.
Öllum langar að prufa
- Fá prufupakka Kostar ekker
.
Þetta er fyrir alla!
- Vantar þig aukatekjur Skoðaðu þett
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Herbalife vinir
-
101 Center
Wellnesscenter
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar