Herbalife aðalstyrktaraðili L.A.Galaxy

Herbalife hefur sett sér stór markmið fyrir komandi ár, meðal annar hefur forstjóri þess gefið það út að vörumerkið verði jafnþekkt í fæðubótarvörum um allan heim líkt og Coke er í gosdrykkjum.  Forstjórinn Michael O. Johnson er fyrrverandi forstjóri Disney og kom því vörumerki á þann stall sem það er í dag.  Miklar vonir eru bundnar við þá framtíðarsýn sem Michael er að gera. Meðal þess sem Herbalife er að gera er að styrkja íþróttafólk og íþróttalið. 

Herbalife hefur verið mikið að styðja við bakið á þríþrautarfólki og strandblaksfólki eins hafa þeir verið að færa sig meira og meira inn á hópíþróttir. Meðal liða sem þeir eru helstu styrktaraðilarnir er fótboltalið L.A. Galaxy í BNA.  Það lið er hvað þekktast fyrir að hafa samið við David Beckham fyrir stuttu og mun hann ganga til liðs við þá fljótlega.  Það er vonandi að hann geti unnið stórtitla fyrir það lið líkt og hann gerði fyrir Real Madrid fyrir stuttu síðan.

----------------------------- 

Speki dagsins: Vináttan er gagnkvæm, hún orkar á báða aðila. Það þarf bæði að gefa hana og þiggja.

heimild: http://www.fjolskyldan.org/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband