Jæja núna fer óðum að líða að því að Köln taki við okkur opnum örmum. Förum út á þriðjudaginn og fljúgum til Frankfurt og gistum þar eina nótt og skoðum hana síðan á miðvikudaginn og höldum yfir til Köln seinnipart miðvikudags. Fimmtudagurinn verður tekinn í rólegheitunum og skoðað sig um eins og sannir túrhestar gera. Föstudagurinn byrjar með skráningu í Köln-Arena. Síðan er heilsuklúbba þjálfun og þar verðum við heilsuklúbba gúrú Þingeyrar. Það verður örugglega rosalegt stuð á þessari kynningu og mikið hægt að læra af þeim sem hafa gert þessa klúbba lengi. Mig hlakkar mikið til að koma heim aftur eftir að fá nýjar og ferskar hugmyndir í heilsuklúbbana hjá okkur.
Föstudagskvöldið verður Generation H Partý og þar sem ég er giftur svona ungri og glæsilegri konu þá komumst við þarna inn. ekki slæmt að hafa þær svona ungar og fallegar konurnar. Maður er alltaf að græða:)
Laugardagurinn er aðaldagurinn byrjar kl. 7:00 með 5 km hlaupi um götur Kölnar og er styrktarhlaup á vegum HFF Herbalife Family Foundation þar mun forstjórinn örugglega vera fremstur í flokki jafningja og taka þátt.
Ráðstefnan sjálf hefst síðan kl.10:00 um morguninn þegar allir eru búnir að fara í góða sturtu og gera sig kláran eftir hlaupið. Þar munu margir snillingar tala og þar mun fara fram mikill lærdómur segja þeir sem áður hafa farið. Ég bíð bara spenntur og vona að þetta sé eins mikill upplifun og margir hafa rætt um.
Sunnudagurinn verður síðasti dagurinn og byrjum við kl. 9:00 og verður til 16:00 í ráðstefnuhöllinni og munum eftir það halda til Frankfurt og fljúga heim til íslands seint um kvöldið. Örugglega örþreytt en mjög spennt eftir allan fróðleikinn.
Flokkur: Lífstíll | 20.7.2007 | 12:23 (breytt kl. 12:25) | Facebook
Tenglar
.
Öllum langar að prufa
- Fá prufupakka Kostar ekker
.
Þetta er fyrir alla!
- Vantar þig aukatekjur Skoðaðu þett
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Herbalife vinir
-
101 Center
Wellnesscenter
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
This is Reykajvík calling!!! Það eru BARA 6 dagar þangað til partý ársins byrjar...OMG!!! Við súpergellurnar leggjum í á miðvikudaginn og það verður dansað og sungið alla leið...ííííha!! Við tökum fánana og slæðurnar okkar með enda ætlum við að vekja á okkur athygli.
Það væri skemmtilegt, þar sem við erum nú svo miklir vinir :), að þú myndir hugsa um að setja centerssíðuna sem tengil hjá þér :)...það væri ekki svo vitlaus hugmynd sko...skal rökstyðja mál mitt í GEN H partýinu. Og hafðu engar áhyggjur af aldurstakmörkuninni....það voru fleiri yfir 30 ára í partýinu í fyrra :)
Sjáumst í KÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖLNNNNNNNNNNN
Bernie og Ernie (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 17:16
Þið eruð komnar inn með sér stað á síðunni ekki slæmt það. Við Eyrún förum eftir 3 daga og það verður svaka stuð.
Það er nú gott að "gömlum" köllum eins og mér sé hleypt inn með ykkur unglingunum hahaha:)
Sjáumst í Köln.
Torfi Jóhannsson - Framtíðin er okkar., 21.7.2007 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.