Allar tölur sem opinberir aðilar senda frá sér eru sláandi

Það er alveg sama hvaða stofnun eða rannsóknir koma fram varðandi offitu og vandamál tengd mataræði tölurnar og niðustöðurnar verða alltaf verri og verri.

Ástæðurnar eru örugglega margar og við getum ekki gert neitt annað en að reyna að vinna á móti þessu hægt og rólega. Mér finnst þetta vandamál ekki síðra en global warming vandamálið, þetta vandamál er eitthvað sem er öruggleg að stækka meira en ósonlagið er að gera.

Við verðum að passa börnin okkar og kenna þeim að borða rétt og hollt þannig að ekki verr fari fyrir þeim okkur.

Ég var með spurningu um daginn sem fór vel í fólkið, núna kemur önnur og sá sem svarar fyrstur hér fyrir neðan mun vinna sér inn glaðning frá mér.

Spurning dagsins: Hvað er mest selda grænmetið og ávöxturinn í BNA?


mbl.is Matseld fátæktarinnar segir til sín í Mississippi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælir

Það er skelfilegt til þess að hugsa að við erum hluti af þeirri kynnslóð sem líklega mun deyja á undan foreldrum sínum, sláandi en líklega rétt. Lífstíll okkar kynslóðar er svo skelfilegur að það er farið að verða mælanlegt í lífslengd.

Ég veit ekki hvort ég sé að skemma fyrir þér með því að giska á svarið við spurningunni þinni svona strax en er ekki svarið:

Tómatur og Kartöflur þ.e. tómatssósa og franskar......

Björgmundur (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband