Verkefnasjóður HSV

Með tilkomu samnings á milli HSV og Ísafjarðarbæjar sem undirritaður var seint á þessu ári varð HSV gert kleift að hrinda af stað verkefnasjóð til þess að styðja við bakið á íþróttafélögunum í bænum. Fyrsta úthlutunin fer fram í þessari viku og verður farið yfir allar þær umsóknir sem bárust í dag. Ég læt fylgja með lista yfir þau félög sem sóttu um til þess að sýna hvað íþróttalífið er blómlegt og mikið hjá okkur.

 Félag Verkefni
 Körfuboltafélag ÍsafjarðarLeikjanámskeið sumar 2007 
Golfklúbbur Ísafjarðar
Efling og námskeið fyrir börn/unglinga- og kvennastarf
Skotíþróttafélag Ísafjarðar
Námskeið í leirdúfuskotfimi
Boltafélag Ísafjarðar
Efling í fótboltaþjálfun yngriflokka, hefja æfingar fyrr á daginn
Hestamannafélagið Stormur
Reiðnámskeið fyrir börn og unglinga
Skíðafélag Ísafjarðar
Afreksmenn sendir á landsliðsæfingar
Skíðafélag ÍsafjarðarÞjálfaranámskeið á Akureyri
Skíðafélag ÍsafjarðarÞjálfaranámskeið á Akureyri
Skíðafélag ÍsafjarðarNýjungar í starfi, snjóbrettakennsla
Öll félög
Farastjóranámskeið og forvarnarnámskeið í samvinnu við Sundsambands Íslands
Gláma
Rekstarstyrkur
Höfrungur Klifurveggur
Sæfari
Nýjunar í starfi, siglinga og útivistarnámskeið
Gláma
Golfkennsla fyrir nýliða, börn og konur
Vestri
Dómaranámskeið í RVK
Vestri
Þjálfaranámskeið
Vestri
Framhaldsnámskeið dómara í RVK
Skellur
Nýjungar í starfi, krakkablak


































Ljóst er á þessum umsóknum að mikil þörf hefur verið fyrir svona sjóð á vegum HSV og Ísafjarðarbæjar.  Virkilega verður gaman að fylgjast með þróun mála hjá íþróttafélögunum við eflingu síns starfs með tilkomu þessa sjóðs.  Vonandi að fleiri félög sjái sér fært að nýta þennan sjóð í framtíðinni og eflist líkt og tilgangur sjóðsins er.

Hægt er að lesa meira um sjóðinn og reglur hans á http://www.hsv.is 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband