Alræðisvald - Svæðisútvarpsins

Ég var að hlusta á beina útsendingu Rásar 2 í gær vegna þeirra atburða sem áttu sér stað í Reykjavíkurborg.  Þegar allt í einu kemur skrýtin tónlist í nokkrar sekúndur og rödd svæðisútvarps Vestfjarða kemur í útvarpið.  Hvernig er það með þennan dagskrálið geta þeir farið inni allar útsendingar án þess að taka tillit til þess að verið er að senda út.  Ég var frekrar pirraður þegar ég hlutaði í gær.  Ég tel fullsýnt að það sem verið var að útvarpa í gær sé eitthvað sem allir landsmenn hafi áhuga á að fylgjast með og vilja vita hvað sé um að vera.  Það sem gerist í Reykjavík hefur áhrif á okkur öll því þetta er jú höfuðborg landsins og þeir stjórna og hafa meiri áhrif heldur en bara í Reykjavík.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem maður er að hlusta og þessi blessuðu menn/konur sem ráð hjá svæðisútvarpinu koma inní miðja útsendingu.  Oft hefur það komið fyrir að um beinar útsendingar í íþrótta sé að ræða og maður missir af einhverjum mínútum úr kappleikjum eða slíkt.  Þeir þættir sem rás 2 sendir út alla jafna þurfa að víkja fyrir svona beinum útsendingum en greinlegt að slíkt gildir ekki um svæðisútvarpið.  Ég hreinlega varð að koma þessu á framfæri því mér var brugðið í gær.

Síðan í framhaldinu langar mig að setja inn tvær myndir sem lýsa kannski aðeins mínu áliti á því sem gerðis síðan í henni Reykjavík í gær.

kvoldmaltid - júdas ingi (2)

 

 

 

 

 

 

 

 

Nokkuð góð mynd af því sem gerðist finnst mér. 

Hlaðið þessari mynd niður og sjáið hinn rétta Björn Inga. (sjá hér fyrir neðan)


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrðu!  Á ekkert að fara að fara að svara commetinu sem ég skellti á þig á færsluna "myndband"!

Þýðir ekkert að heimta comment og svara þeim svo ekki

Kristín H. Hálfdánardóttir (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 09:34

2 Smámynd: Torfi Jóhannsson - Framtíðin er okkar.

Hæ, jú er það ekki betra.

Varðandi gistingu þá er það í vinnslu, ég er búinn að fá tvær beiðnir um að redda gistingu og ég þarf að klára það sem fyrst.  Sendu á mig línu í tölvupósti á torfi@umfi.is og ég verði í sambandi við þig. 

Torfi Jóhannsson - Framtíðin er okkar., 15.10.2007 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband